Grísahnakka sneiðar í sætum draumi

1,378 kr.

Grísahnakka sneiðar marineraðar í sætum draumi. Selt í 500 gr. pakkningum á einstöku verði eða 1.276 kr. Kílóverðið er 2.552.

Viltu spjalla við okkur?
Vörunúmer: 201912 Flokkar: , , Merkimiðar: , , ,

Lýsing

Innihaldslýsing marinering Sætur draumur:
Repjuolía, sykur, salt, krydd, laukur, hvítlaukur, ávaxtaþykkni, pálmafeiti, paprikuþykkni.

Grísahnakka sneiðar sem marineraðar eru í sætum draumi eru upplagðar á grillið þegar halda skal góða veislu. Grilltíminn er passlega langur til að njóta samverunnar og spjalla, fer eftir þykkt og hversu vel steikt kjötið skal vera fyrir smekk hvers og eins. Hvíldu kjötið í nokkrar mínútur áður en það er framreitt.

Gott ráð fyrir grillið:
Taktu kjötið úr kæli og láttu standa við stofuhita í góða stund áður en það fer á grillið. Með því verður steikingin jafnari bæði að utan og innan.

Hitið grillið vel áður en þú setur kjötið á hreina grindina. Gott er að bera örlitla matarolíu á grindina áður en maturinn er settur á þannig að maturinn festist síður.

Líkurnar á að skaðleg efnasambönd myndist í grillkjöti minnka til muna þegar kjötið er marinerað. Gott er þó að þurrka marineringuna að hluta til af kjötinu áður en það fer á grillið svo síður myndist logar sem brenna kjötið.
Vertu á vaktinni og settu steikina þína til hliðar ef logarnir myndast, svo kjötið brenni síður, það grillast vel við hitann samt sem áður.

Go to Top